Það sem gaman er að gera í París
Ég bjó í París árið 2019 og safnaði að mér aragrúa af reynslu í að þræða stræti borgarinnar. Hér til hliðar má finna tilvalinn göngutúr um minn uppáhalds hluta Parísar, Montmartre.
Ég viðurkenni reyndar fúslega að þessi göngutúr er ekki akkúrat sá sem ég hefði farið þegar ég bjó úti. Ég bjó nálægt Metro Barbès og kom yfirleitt að Montmartre austanmegin frá, en ekki að sunnan. Ég fór yfirleitt eftir Rue André del Sartre og gekk við enda hennar til hægri upp tröppur. Þar er lítið huggulegt torg sem heitir …. og þaðan liggja enn fleiri tröppur upp til Sacré Cœur.